Hafa kosningarnar áhrif á Eurovision?

Það er pressa á Ed Miliband þessa dagana.
Það er pressa á Ed Miliband þessa dagana. AFP

Nú styttist óðum í Eurovision og er spenna að myndast í meðal þátttökuþjóðanna og eru Íslendingar engin undatekning. En á morgun fara fram þingkosningar í Bretlandi og er óhætt að segja að spenna sé fyrir þeim meðal áhugamanna um bresk stjórnmál. En hvernig tengjast bresk stjórnmál og gengi bresku þjóðarinnar í Eurovision?

Blaðamaður breska dagblaðsins The Mirror, Ed Jefferson, skoðar þetta samband í grein á vef blaðsins í dag og skoðar hvort að gengi Bretlands í keppninni, sem hefur ekki verið gott síðustu árin, tengist því hvaða ríkisstjórn er við stjórnvölin hverju sinni.

Bretar unnu Eurovision síðast árið 1997. Þar áður unnu þeir árið 1981, 1976, 1969 og 1967.

Öll árin nema 1981 var Verkamannaflokkurinn í ríkisstjórn landsins en árið 1981 var Íhaldsflokkurinn með stjórnartaumana.

Að mati Jefferson er þó ekki endilega sanngjarnt að skoða aðeins sigranna. Bendir hann á að framlag Breta árið 2003, „Cry Baby“ í flutningi Jemini hlaut núll stig. Þá var Verkamannaflokkurinn í ríkisstjórn. „Er hægt að treysta þeim fyrir tónlistarlegri framtíð okkar?“ spyr Jefferson.

„Cry Baby“ má heyra hér fyrir neðan.

Að sögn Jefferson voru það margir sem tengdu saman slæman árangur Breta það árið við þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu sem hafði verið samþykkt af ríkisstjórn Verkamannaflokksins aðeins nokkrum vikum fyrr.

Jefferson bendir á að stigakerfi keppninnar hafi verið breytt síðustu ár og segir að erfitt sé að byggja aðeins á stigagjöfinni þegar litið er á árangur framlaganna. Reiknuð var út prósenta stiganna við hvert framlag miðað við heildarstigafjölda í boði og meðaltal. Í kjölfarið var skoðað hvaða ríkisstjórn var við völdin og þá kemur Verkamannaflokkurinn vel út. Meðal prósentustigið var 8,4% þegar að Verkamannaflokkurinn var í ríkisstjórn en 7,8% þegar að Íhaldsflokkurinn réð ríkjum.

Þau ár sem samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata hefur ríkt í Bretlandi hafa ekki verið þjóðinni gæfurík í Eurovision. Frá árinu 2010 hefur Bretlandi aldrei náð á topp tíu listann. Þess má geta að Bretland er eitt þeirra landa sem kemst beint í úrslitakeppnina á ári hverju og sleppur við undankeppnina.

Bent er á að breytingar innan ríkisstjórnar Bretlands hafi haft gífurleg áhrif á gengi Bretlands í Eurovision síðustu árin. Til að mynda höfðu aðeins tveir dagar liðið frá kosningunum 1997, þegar að Verkamannaflokkurinn vann stórsigur, þegar að Katrina and the Waves vann keppnina.

Hinsvegar gekk ekki eins vel árið 2010, tveimur vikum eftir að samsteypustjórnin var mynduð. Framlag Bretlands það árið, „That Sounds Good to Me“, í flutningi Josh Dubovie, hafnaði í síðasta sæti keppninnar með aðeins tíu stig.

Að mati Jefferson er ákvörðunin auðveld. „Kosningarnar eru á morgun. Eurovision er eftir rúmlega tvær vikur. Þú veist hvað þú átt að gera.“

Umfjöllun The Mirror má sjá í heild sinni hér. 

Ef flokkur David Cameron, Íhaldsflokkurinn ber sigur úr býtum á …
Ef flokkur David Cameron, Íhaldsflokkurinn ber sigur úr býtum á morgun gæti það þýtt það að Bretlandi gangi illa í Eurovision seinna í mánuðinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant