Leitaði draumamanns - fékk svar frá eiginkonu hans

Myndin var tekin 20. apríl og á henni má sjá …
Myndin var tekin 20. apríl og á henni má sjá Tatge kyssa áhorfanda maraþonsins innilega. AFP

Kona frá Tennessee í Bandaríkjunum leitaði að ókunnum manni sem hún kyssti í Boston maraþoninu í apríl. Hún fékk loks svar - frá eiginkonu hans.

Barbara Tatge segir að dóttir hennar hafi manað hana til að kyssa ókunnugan, myndarlegan mann er hún tók þátt í hlaupinu er hún hljóp í gegnum bæinn Wellesley. Hefð er fyrir því að kvenkyns nemar Wellesley-háskólans kyssi karlkynshlaupara í hlaupinu og fannst mæðgunum tímabært að snúa þessu við.

Eftir hlaupið fór svo dóttirin á samfélagsmiðla og reyndi að hafa uppi á manninum sem móðir hennar hafði kysst, enda hafði kossinn greinilega haft áhrif á hana.

Tatge segir að hún hafi svo fengið bréf frá ritstjórnarskrifstofu dagblaðs í Wellesley á sunnudag eftir að leitin að hinum ókunnuga, myndarlega manni hafði fengið heimsathygli.

Bréfið var frá eiginkonu mannsins. Í því sagði að þau hjónin hefði gaman að uppátækinu og athyglinni en vildu þó alls ekki láta nafna sinna getið.

„Þegar frétt um þetta komst í heimspressuna vorum við nokkuð undrandi,“ segir eiginkonan í bréfinu. „Hvað mig varðar, þá er ég ekki reið, trúið mér vinir mínir hafa fengið nóg að hlæja að og ég hef algjörlega notið þess að grínast í manninum mínum með þetta!“

Eiginkonan hélt svo áfram: „Þó að þetta sé ekki endirinn á ævintýrinu sem þú kannski óskaðir þér þá fangaði þetta uppátæki þitt skemmtunina, orkuna og andann í Boston-maraþoninu. Ég dáist að framhleypni þinni og kjarki og óskað þér alls hins besta í framtíðinni.“

Tatge skrifaði eiginkonunni til baka og þakkaði fyrir skemmtilegt bréf. „Hún er skemmtileg og hann er heppinn að vera giftur henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson