Captain America tekin upp á Íslandi

Captain America: The Winter Soldier var frumsýnd á síðasta ári.
Captain America: The Winter Soldier var frumsýnd á síðasta ári. Af Wikipedia

Nýjasta kvikmynd Marvel Studios um Captain America verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vefnum www.comingsoon.net.

Þar kemur fram að tökur eru hafnar á kvikmyndinni, sem heitir Captain America: Civil War, í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Myndin verður einnig tekin upp í Þýskalandi, Púertó Ríkó og Íslandi.

Áætlaður útgáfudagur myndarinnar er 6. maí á næsta ári. Leikstjórar myndarinnar eru Anthony og Joe Russo en þeir leikstýrðu síðustu mynd um Captain America, The Winter Soldier. Sú mynd kom út á síðasta ári. 

Bandaríski leikarinn Chris Evans snýr aftur í hlutverk sitt sem Steve Rogers eða Captain America ásamt Robert Downey Jr. sem fer með hlutverk Tony Stark eða Iron Man.

Fjölmargar aðrar stjörnur koma fram í myndinni, m.a. Scarlett Johansson, Sebastian Stan, Anthony Mackie, Paul Bettany og Jeremy Renner.

Hér má sjá fréttina í heild sinni.

Scarlett Johansson og Chris Evans stilla sér upp fyrir ljósmyndara …
Scarlett Johansson og Chris Evans stilla sér upp fyrir ljósmyndara á frumsýningu Captain America: The Winter Soldier árið 2014. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant