Letterman kvaddi í gær

Fjölmennt var við útsendingu á síðasta þætti spjallþáttastjórnandans Davids Lettermans í New York í gær. Hinn 68 ára gamli Letterman hefur stýrt þættinum Late Show síðustu 33 ár.

Sýndar voru klippur af ummælum fyrrverandi forsetans Geralds Ford þar sem hann segir „langri martröð þjóðarinnar er nú lokið“, en ummælin voru látin falla um Watergate hneykslið á sínum tíma þó þeim væri hér slegið upp í grín. Þá voru spilaðar klippur af feðgunum og fyrrverandi forsetunum George H og George W Bush, Bill Clinton og núverandi forseta Barack Obama þar sem þeir endurtaka orð Fords.

Þá voru m.a. við útsendinguna Jim Carrey, Barbara Walters, Alec Baldwin, Tina Fey og Steve Martin. Í lok þáttar spilaði uppáhalds hljómsveit Lettermans, Foo Fighters, á meðan klippur úr gömlum þáttum voru spilaðar. Samkvæmt frétt Sky News voru nokkrir gestir með tárin í augunum er þeir gengu úr salnum í gærkvöldi. Við sæti Lettermans tekur nú grínistinn Stephen Colbert.

Letterman var vel fagnað þegar hann gekk á svið í gær eins og sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson