„Hann er pottþétt með gæsalifur á pizzunni“

Jonas Gahr Støre birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í …
Jonas Gahr Støre birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann heimsótti verksmiðjuna sem framleiðir hina frægu Grandiosa-pizzu. Mynd/Facebook

Mikið er nú rætt við Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins í Noregi á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af sér á Facebook-síðu sinni, japlandi á pizzu. Þykir myndin minna á fræga mynd af Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, sem gæddi sér á girnilegri samloku í viðurvist ljósmyndara.

Støre var í heimsókn í verksmiðju sem framleiðir hina frægu Grandiosa-pizzu sem er mest selda pizzan í Noregi og má að mörgu leiti líkja við þjóðarrétt þeirra Norðmanna. Er talið að með myndinni hafi Støre viljað sýna sjálfan sig í alþýðulegum aðstæðum en gagnrýnendur hans tala mikið um að hann komi úr efnaðri fjölskyldu og þekki lítið til aðstæðna verkamanna í landinu. 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum og sitt sýndist hverjum um þetta uppátæki Støre. „Hann er pottþétt með gæsalifur á pizzunni,“ skrifar einn notandinn. „Ok, þetta er það sem verkamennirnir borða,“ skrifar annar.

Sjá frétt Dagbladet.

Myndin af Støre þykir minna á þessa mynd af Ed …
Myndin af Støre þykir minna á þessa mynd af Ed Miliband, fyrrum leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson