Tóku selfie og lentu í bílslysi

Kátínan ræður ríkjum. Fyrst í stað.
Kátínan ræður ríkjum. Fyrst í stað. Skjáskot af Mail Online

Hópur ungmenna syngur hástöfum í bíl. Söngurinn er tekinn upp á myndskeið og notast er við selfie-stöng við verkið. En svo springur á bílnum og ótti grípur um sig.

Myndskeið af því þegar kátur hópur ungmenna fær áfall í miðri upptöku hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Talið er að um amerísk ungmenni sé að ræða en á því má sjá að gleði breytist fljótt í ofsahræðslu er springur á bílnum og hann hringsnýst á veginum.

Tvær stúlkur sitja í framsætinu. Í aftursætinu sitja tveir piltar. Þeir taka sönginn upp á myndband með því að nota selfie-stöng svokallaða sem notuð er til að halda snjallsíma í góðri fjarlægð frá viðfangsefninu. Þess má geta að bílstjórinn syngur með en er með hugann við aksturinn - enda ekki sá sem tekur upp myndskeiðið. 

Ungmennin voru að syngja lagið Baby Come Back er óhappið varð. 

<iframe frameborder="0" height="503" id="molvideoplayer" scrolling="no" src="http://www.dailymail.co.uk/embed/video/1185626.html" title="MailOnline Embed Player" width="698"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler