„Alþingi gæti margt af Júróvisjón lært“

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Fésbókarsíðu sinni í kvöld að Alþingi gæti margt af Júróvisjón lært til að komast inn í nútímann.

Hann segir að til dæmis mætti fríska upp á ræður margra þingmanna með því að taka upp alls konar „effekta“ eins og er notað með prýðilegum árangri í keppninni.

„Þannig væri mjög til bóta fyrir menn einsog mig sem stundum kem mæddur og krumpaður í ræðustólinn að geta bara ýtt á goluhnappinn og fengið frísklegt „wind-swept“ lúkk einsog gríska sönggyðjan í kvöld. Hún reyndar gat varla sungið fyrir rokinu. Í einu atriðinu dundi hagl á sviðinu. Forseti Alþingis ætti að skoða það vel,“ segir Össur á léttu nótunum.

„Er þar ekki komin leið til að kæla þingið niður? Mér er þó til efs að það dugi til að ná stjórn á þingmönnum einsog Jóni Gunnarssyni og Páli J. Pálssyni. Líklega þyrfti ískalt steypibað til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson