Stór stund fyrir íslenska kvikmyndagerð

Frá sýningu myndarinnar Hrútar.
Frá sýningu myndarinnar Hrútar. Ljósmynd/Halldór Kolbeinsson

„Þetta eru mjög mikilvæg verðlaun, ekki bara fyrir myndina, heldur einnig fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þetta er stór stund fyrir íslenska kvikmyndagerð. Það er gleðiefni,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar, sem vann í dag til Un Certain Regard verðlaunanna í samnefndum flokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

mbl.is náði tali af Grími skömmu eftir að úrslitin voru kunngjörð.

Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna á hátíðinni.

„Þetta er fáranlegur heiður. Ég er rosaánægður. Þetta er fyrsta íslenska myndin sem vinnur til verðlauna í Cannes. Ég bjóst ekki við því að vinna aðalverðlaunin, þó svo að viðtökurnar hafi auðvitað verið góðar. Þetta var alveg fram úr björtustu vonum. Það eru þekktir leikstjórar í þessum flokki, nokkrir sem hafa verið í aðalkeppninni og einn hefur meira að segja unnið gullpálmann, og þeir enduðu allir fyrir neðan Hrútana. Þetta er bara frábært,“ segir Grímur. 

Í Un Certain Regard flokknum eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum og fékk Hrútar sjálf Un Certain Regard-verðlaunin. 

Öttu þeir kappi við átján aðrar kvikmyndir.

Grímur segir að myndin hafa fengið mjög góðar viðtökur allt frá því að hún var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku síðan, en þá risu áhrofendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir asðtandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Myndin á eftir að fara út um allan heim. Þetta eru rosamikilvæg verðlaun, ekki bara fyrir myndina, heldur einnig fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þetta er stór stund fyrir íslenska kvikmyndagerð. Það er gleðiefni,“ segir Grímur.

Frétt mbl.is: Hrútar vinna til verðlauna í Cannes

Stikla úr myndinni.
Stikla úr myndinni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson