Yfirgaf öryggið til að elta drauminn

Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar Hrútar.
Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar Hrútar. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Myndin Hrútar, sem var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni á dögunum, er annað af tveimur fyrstu framleiðsluverkefnum Netop Films, fyrirtæki Grímars Jónssonar. Hann hætti í vinnu sinni hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, sem honum var boðið fyrstum Íslendinga, til að koma fyrirtækinu í gang. Velgengni Hrúta á Cannes segir Grímar vera mikinn hvalreka fyrir lítið fyrirtæki.

„Auðvitað er mikil áhætta fólgin í þessari ákvörðun. Ég var að gefa uppá bátinn góða vinnu og fjárhagslegt öryggi til að draga eigið fyrirtæki uppúr skúffunni, en draumurinn er að framleiða myndir og ég elti hann. Í rauninni er hann að vissu leyti búinn að vera að rætast hérna í Cannes,“ segir Grímar í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Galdurinn að setja saman rétt lið

„Þú getur ímyndað þér að þú sért í grunnskóla að setja saman lið í leikfimi, þetta er pínu þannig, nema hérna ertu að tína saman eins gott lið og þú getur héðan og þaðan úr kvikmyndageiranum.“ Þannig lýsir Grímar Jónsson hlutverki kvikmyndaframleiðendans. „Mínir hæfileikar snúa ekki endilega að því að búa til góða sögu eða sannfærandi persónur, en ég er góður í að finna rétt lið og leiða saman alla þessa snillinga til að búa til kvikmynd.“

Grímar segir kvikmyndaframleiðslu vera margþætt og áhugavert ferli. „Það eru ekki allir sem átta sig á því að það tekur að meðaltali þrjú til fjögur ár, að öllu meðtöldu.“

Fyrir utan myndina Hrútar hefur Netop Films framleitt Óla Prik, heimildarmynd um Ólaf Indriða Stefánsson handboltaleikmann. „Ég er mjög stoltur af Óla Prik og finnst það vel unnin heimildarmynd. Síðan var Hrútar að sjálfsögðu mikill hvalreki fyrir svona lítið fyrirtæki. Þetta byrjar mjög vel.“ Aðspurður um hvað sé á döfinni hjá Netop Films segir Grímar best að hugsa um eitt í einu. Mikil kynningarvinna og eftirmálar séu í vændum í kringum Hrúta.

Nánar er rætt við Grímar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson