Óvæntur sigurvegari í Cannes

Jacques Audiard með Gullpálmann í kvöld.
Jacques Audiard með Gullpálmann í kvöld. Mynd/Halldór Kolbeins

Franski leikstjórinn Jacques Audiard vann í kvöld hinn sögufræga Gullpálma fyrir mynd sína Dheepan. Audiard er 63 ára og hefur áður lent í öðru sæti í keppninni fyrir kvikmyndina A Prophet.

Mynd Audiards fjallar um fyrrverandi hermann úr borgarastríðinu í Srí Lanka sem reynir að setjast að í Frakklandi með fjölskyldu sinni. Í ræðu sinni við afhendinguna nefndi Audiard sérstaklega föður sinn, Michel Audiard, sem vann einnig við kvikmyndagerð í mörg ár.

Sigur Audiards kom mörgum á óvart og fáir höfðu spáð því að Audiard yrði hlutskarpastur.

Einnig eru veitt sérstök Grand Prix-verðlaun sem oft eru nefnd silfurverðlaunin í Cannes. Þau fékk Lázló Nemes fyrir kvikmyndina Son of Saul. Sú mynd fjallar um stríðsfanga í síðari heimsstyrjöldinni sem neyðist til að starfa sem fangavörður í Auschwitz.

Flestir höfðu spáð kvikmyndinni The Lobster sigrinum en hún hlaut dómnefndarverðlaunin (Prix du Jury), sem kölluð eru þriðju verðlaun. Hún er satíra eftir Yorgos Lanthimos. 

Listi yfir sigurvegara:

Gullpálminn: Dheepan eftir Jacques Audiard

Dómnefndarverðlaunin (Prix du Jury): The Lobster eftir Yorgos Lanthimos

Besti leikstjórinn: Hou Hsiao-Hsien fyrir myndina The Assassin

Besta handrit: Chronic eftir Michel Franco

Gullmyndavélin (Camera d'Or): La Tierra y la Sombra eftir Cesar Augusto Acevedo

Besti leikari: Vincent Lindon í The Measure of a Ma

Besta leikkonan: Roony Mara í myndinni Carol og Emmanuelle Bercot í myndinni Mon Roi

Besta stuttmynd: Waves 98 eftir Ely Dagher

Sjá frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant