Berlusconi mættur á Instagram

Silvio Berlusconi er mættur á Instagram.
Silvio Berlusconi er mættur á Instagram. AFP

Stjórnmálamaðurinn Silvio Berlusconi er nýjasta viðbótin við flóru frægs fólks á samfélagsmiðlinum Instagram. Af myndum hans að dæma má meðal annars sjá hvernig hann fylgdist grannt með löndum sínum lenda í þriðja sæti í Eurovision, með gott rauðvín við hönd. Berlusconi er sjálfur söngelskur og hefur oft brostið út í söng í ræðustól.

Berlusconi hefur kannski lært af núverandi forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, sem er afar duglegur, reyndar á öðrum samskiptamiðli, Twitter. Kannski sér hann Instagram fyrir sér sem leið til þess að nálgast yngri kjósendur betur.

Hinn 78 ára gamli Berlusconi situr nú á þingi fyrir flokk sinn, Forza Italia. Flokkurinn mælist nú með um 12% fylgi sem er mun lægra en við síðustu kosningar þegar hann hlaut 22%. Demókrataflokkur Renzis mælist með þrefalt fylgi Forza Italia, eða um 36%.

Sjá frétt The Guardian

Berlusconi fylgdist spenntur með Eurovision með rauðvín við hönd.
Berlusconi fylgdist spenntur með Eurovision með rauðvín við hönd. Mynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson