Fjögurra og hálfs klukkutíma „plank“

Hægt er að útfæra plankann á marga vegu, til dæmis …
Hægt er að útfæra plankann á marga vegu, til dæmis ofan á boltum eins og myndin sýnir. Mynd/Wikipedia

Danskur einkaþjálfari hefur sett nýtt heimsmet í æfingunni „plankinn“ þar sem þú heldur þér uppi á höndum og fótum án þess að búkurinn snerti jörðina. Hélt hann sér þannig í tæpa fjóra og hálfan klukkutíma.

Þjálfarinn, Tom Hoel, átti gamla heimsmetið en Kínverjinn Mao Weidong sló metið hans á síðasta ári. Hoel kom fram í fjölmiðlum og lofaði að slá metið að nýju og hóf stífar æfingar. 

„Ég hef aldrei reynt svona mikið á mig áður. Í tvo klukkutíma var ég við það að gefast upp en eftir að hafa rifist við sjálfan mig ákvað ég að reyna alla veganna að slá gamla metið mitt. Þegar ég uppgötvaði svo að ég var við það að slá heimsmetið, náði ég að safna öllum mínum kröftum og slá metið,“ sagði Hoel við fjölmiðla.

„Metið hefur kostað níu mánuði með stífum æfingum. Fyrsta metinu náði ég án þess að æfa sérstaklega fyrir það. Nú hef ég sleppt öllu áfengi og bara borðað hollt og passað mig á því að ná nægum svefni,“ segir Hoel og útskýrir síðan hvað var það erfiðasta við að slá metið: „Það erfiðasta var að finna rétta tímann til þess að æfa, því það er þægilegast að æfa þegar fjölskyldan er sofandi.“

Hann segist þó búast við því að Kínverjinn reyni aftur að bæta metið hans.

Sjá frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson