Sigurvegari í Eurovision fékk morðhótanir

Ekki allir voru sáttir með Instagram-myndina hans Zelmerlöws.
Ekki allir voru sáttir með Instagram-myndina hans Zelmerlöws. AFP

Måns Zelmerlöw, sem heillaði Evrópu með söng sínum í Eurovision og sá til þess að Svíar halda keppnina á næsta ári, fékk morðhótanir á Instagram-síðu rétt fyrir sigurinn. Fór svo að hann eyddi myndinni.

Á myndinni sem birtist stuttu fyrir úrslitakvöldið lá hann á sófanum og var með lappirnar ofan á albanska fánanum. Fór það mjög fyrir brjóstið á Albönum og athugasemdirnar hrönnuðust inn. Undir myndina hafði Zelmerlöw skrifað: „Kominn aftur í höllina og er að slappa af. Er að reyna að láta hina 26 keppendurna ekki trufla mig en þeir eru allir að hita upp röddina.“

Margar athugasemdir birtust við myndina þar sem honum var hótað hnefahöggum eða þaðan af verra. Einhverjir hótuðu að myrða hann. „Það skiptir engu máli hvort þetta var viljandi gert eða ekki. Það er virðingarleysi að vera með lappirnar ofan á albanska fánanum. Margir hafa fórnað lífi sínu fyrir þennan fána. Fjarlægðu myndina og biddu okkur afsökunar,“ skrifar einn.

Lögreglan í Svíþjóð er að sögn sænska dagblaðsins Expressen að rannsaka hótanirnar. Í dag verður tekið á móti Zelmerlöw í heimaborg hans, Lundi. Að sögn borgarstjórans verða gerðar öryggisráðstafanir vegna hótananna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant