Manndráp að selja 56 skot á bar

Það er ekki ráðlagt að sturta í sig áfengisskotum á …
Það er ekki ráðlagt að sturta í sig áfengisskotum á bar AFP

Franskur kráareigandi var í gær dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp en gestur á kránni lést eftir að hafa drukkið 56 „áfeng­is­skot“ og þar með sett nýtt drykkju­met á kránni. Samkvæmt dómi héraðsdóms í Clermont-Ferrand er andlát mannsins á ábyrgð eiganda kráarinnar.

Renaud Prudhomme, 56 ára, setti drykkjumet á kránni Starter í október í fyrra eftir að hafa innbyrt 56 áfengisskot. Prudhomme hafði eytt kvöldinu á kránni við drykkju ásamt dóttur sinni og vinum og þurfti á þeirra hjálp að halda til þess að skrönglast heim um nóttina. Fljótlega eftir heimkomuna missti hann meðvitund og hringdu vinir hans á sjúkrabíl. Prudhomme, sem var stór og mikill og vó 120 kg, lést um nóttina á sjúkrahúsi.

Eigandi kráarinnar Gilles Crepin, 47 ára, viðurkenni við réttarhöldin að hann hafi gert mistök með því að skrá drykkjumet staðarins á krítartöflu á barnum og hvetja með því fórnarlambið til dáða.

Crepin var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og bannað að starfa á krá í eitt ár. Hann ætlar að áfrýja dómnum.

56 skot eru banvæn blanda

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson