Tími ástarlásanna liðinn

Pont des Arts
Pont des Arts AFP

Það hlaut að koma að því að ástarlásarnir sem eru í hundruð þúsunda vís á Pont des Arts brúnni í sjötta hverfi Parísarborgar yrðu fjarlægðir. Nú hefur embætti borgarstjóra sent frá sér tilkynningu þar að lútandi og anda ýmsir íbúar Parísar léttar enda óttast þeir að brúin muni láta undan þunganum af lásunum sem hafa einkennt brúna árum saman.

Um er að ræða lása sem elskendur úr hópi ferðamanna hófu að hengja á hliðar brúarinnar og er þetta orðið að hefð meðal margra þeirra sem sækja borgina heim. Vegna lásanna hefur brúin verið í niðurníðslu árum saman. 

Í tilkynningu frá borgarstjóra Parísar, Anne Hidalgo, kemur fram þessari hefð fylgi vandamál, annarsvegar sé um vanvirðingu að ræða á arfleið Parísar og hins vegar sé öryggi fólks í hættu. 

Brúnni, sem er skammt frá Notre Dame kirkjunni, verður lokað í viku svo hægt verði að fjarlægja lásana. Listaverkum verður komið tímabundið fyrir á hliðum brúarinnar og í haust verða glerveggir settir fyrir handrið brúarinnar svo ekki verði hægt að koma þar fyrir lásum.

Frétt Le Parisien

Pont des Arts
Pont des Arts AFP
Pont des Arts
Pont des Arts AFP
Pont des Arts og ástarlásarnir
Pont des Arts og ástarlásarnir AFP
Pont des Arts
Pont des Arts AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson