Svona er „Unbroken“ á táknmáli

Það mátti vart á milli sjá hver var að lifa …
Það mátti vart á milli sjá hver var að lifa sig meira inn í flutninginn, María eða túlkurinn. YouTube

Vissir þú að árlega er Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva túlkuð á táknmál?

Fyrir okkur sem ekki tölum táknmál virðist uppátækið heldur furðulegt en slíkar útsendingar gleðja þó marga og nýtur sænski táknmálstúlkurinn Tommy Krångh t.a.m. mikilla vinsælda um alla Evrópu fyrir túlkanir sínar.

Seinni undankeppnin var túlkuð í heild sinni á alþjóðlegu táknmáli. Með því að smella hér má sjá keppnina í heild sinni og sé spólað fram á 1:00:55 má sjá íslenska atriðið túlkað á táknmáli. 

Smelltu hér til að sjá íslenska atriðið 

Eitt lítið skref skal það vera.
Eitt lítið skref skal það vera. YouTube

Túlkurinn sem flytur íslenska lagið er afar ástríðufullur í flutningi sínum á laginu en þó einna helst í framan. Brosið hverfur varla af andliti hennar nema í þau augnablik þar sem hún túlkar tilfinningaþrunginn harm. Túlkun hennar á laginu virðist ekki mjög flókin og fyrir þau okkar sem ekki skilja táknmál minnir hún einna helst á dans grunnskólanema í Freestylekeppni Tónabæjar sem var og hét. Ættum við því öll að geta lært að flytja „Unbroken“ á táknmáli.

Það hlýtur að vera afar krefjandi starf að túlka allar …
Það hlýtur að vera afar krefjandi starf að túlka allar þær tilfinningar sem leynast í Eurovision. YouTube

Hér að neðan má svo sjá hinn óborganlega Tommy Krångh flytja sigurlag Svía, „Heros“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant