Heldur sér ungri með marijúanareykingum

Susan Sarandon er frjálslynd.
Susan Sarandon er frjálslynd. mbl.is/AFP

Leikkonan Susan Sarandon nýtur þess að reykja marijúana því það gefur henni nýja sýn á þau kvikmyndahlutverk sem hún íhugar að taka að sér hverju sinni.

Marijúanareykingar hafa haft góð áhrif á feril hinnar 68 ára Sarandon að hennar sögn. Hún kveðst þó aldrei hafa mætt freðin í vinnuna en hún les gjarnan handrit undir áhrifum marijúana.

„Ég hef aldrei leikið þegar ég er freðin. En ég hef lesið handrit undir áhrifum til að fá nýja sýn,“ útskýrði leikkonan í viðtali við High Times.

Sarandon sagði jafnframt að marijúanareykingar haldi henni ungri í anda og hjálpi henni að njóta augnabliksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson