Svona kynntist prinsinn draumadísinni

Carl Philip og unnusta hans, Sofia Hellqvist, hér til hægri …
Carl Philip og unnusta hans, Sofia Hellqvist, hér til hægri og Svíakonungur og eiginkona hans til vinstri. AFP

Svíaprinsinn Carl Philip og kærasta han, Sofia Hellqvist, ganga í það heilaga eftir tvær vikur. Í einlægu viðtali við TV4 segir parið frá fyrstu kynnum sínum og frá því hvernig kynni þeirra þróuðust þegar fram liðu stundir.

Þau hittust fyrst í gleðskap hjá sameiginlegum vinum og eru sammála um að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Hellqvist segist fyrst hafa fallið fyrir „auðmjúku augnaráði“ prinssins. „Eftir að við kynntumst betur kom í ljós að hann er afar jarðbundinn, klókur og auðmjúkur. Hann er líka besti vinur minn,“ segir hún.

Prinsinn segist hafa fallið fyrir fegurð Hellqvists og hennar „frábæra persónuleika.“

Mikið hefur verið skrifað um fortíð Hellqvists í fjölmiðlum í Svíþjóð. Hún hefur áður starfað sem léttklædd fyrirsæta og tekið þátt í raunveruleikaþáttunum Paradise Hotel. Hún segist þó ekki sjá eftir neinu. „Ég hef aldrei velt fyrir mér afleiðingum þess sem ég geri. Það finnst eflaust mörgum að ég hafi tekið rangar ákvarðarnir en þetta er allt saman bara reynsla í mínum augum,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant