„Fifty Shades of Grey“ frá sjónarhóli Christians

Höfundur bókarinnar Fifty Shades of Grey, E.L. James.
Höfundur bókarinnar Fifty Shades of Grey, E.L. James. AFP

Þann 18. júní næstkomandi mun fólk eflaust streyma út í bókabúðir en þann dag kemur nýja bók E.L. James út. James sló í gegn með þríleiknum Fifty Shades of Grey og er hún nú að skrifa sömu sögu, út frá sjónarhóli persónu Christian Grey.

Fyrstu þrjár bækurnar komu út á árunum 2011-2012 og fjalla um Anastasiu Steele sem á í BDSM-sambandi við hinn efnaða Christian Grey. Fyrsta bókin hefur verið gerð að kvikmynd og eru myndir númer tvö og þrjú í burðarliðnum.

„Ég vona að ykkur muni líka bókin,“ skrifar höfundurinn E.L. James á Instagram-síðu sína þar sem hún upplýsir um að nýja bókin mun heita Grey - Fifty Shades of Grey As Told By Christian.

„Christian er flókin persóna og lesendur hafa heillast af hans girnd og metnaði auk hans dularfullu fortíð. Eins og allir vita sem hafa verið í sambandi eru síðan alltaf tvær hliðar á öllum málum,“ skrifar James á heimasíðu sinni um nýju bókina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant