Noma ekki lengur sá besti

Eigendur El Celler de Can Roca, bræðurnir Joan, Josep og …
Eigendur El Celler de Can Roca, bræðurnir Joan, Josep og Jordi Roca AFP

Noma veitingastaðurinn í Kaupmannahöfn er ekki lengur sá besti í heimi heldur þarf René Redzepi að sætta sig við að Noma skipi nú þriðja sæti listans. Spænski staðurinn El Celler de Can Roca þykir sá besti heimi í ár.

Noma hefur á undanförnum fjórum árum í þrígang hafnað í fyrsta sæti listans yfir 50 bestu veitingastaði heims en í gærkvöldi kom í ljós að heiðurinn færi til Spánar í ár. Í öðru sæti er ítalski staðurinn Osteria Frannescana.

Veitingastaðurinn El Celler de Can Roca er í eigu þriggja bræðra og er til húsa í Girona. Þetta er í annað skiptið sem staðurinn er valinn sá besti í heimi en árið 2013 velti hann Noma úr sessi á toppi listans.

Bræðurinir Joan, Jordi og Josep Roca hafa allir skapað sér sérstöðu, hver á sínu sviði. Joan er yfirmatreiðslumaður, Jordi er í eftirréttunum og Josep er sérfræðingur í vínum. Tímaritið Restaurant, sem annast val á bestu veitingastöðum heims, gengur svo langt að tala um hina heilögu þrenningu þegar rætt er um þá bræður.

<a href="http://www.theworlds50best.com/list/1-50-winners" target="_blank">Listinn í heild</a>

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler