Sængaði hjá allt að þrem konum á dag

Lionel Richie var mikill kvennabósi á sínum yngri árum.
Lionel Richie var mikill kvennabósi á sínum yngri árum. AFP

Söngvarinn Lionel Richie setti sér stórt markmið þegar hann var að byrja í tónlistinni. Hann vildi „elska allar stelpur í heiminum“.

Richie var í hljómsveitinni The Commodores sem ungur maður og allir meðlimir hljómsveitarinnar reyndu að sænga hjá sem flestum stelpum á tónleikaferðalögum. Þessu greindi Richie frá í viðtali við GQ Magazine.

„Við vissum að við værum að fara að spila á nokkur hundruð tónleikum í ótal borgum næsta árið. Svo við ákváðum: „við munum sænga hjá öllum stelpum í heiminum“. Þetta var markmið okkar.“

Hinn 65 ára Richie svaf hjá allt að þrem konum á dag á þessum tíma en stundum þurfti hann hvíld svo hann hefði orku fyrir tónleikana. „Við fylgdust allir með frammistöðu okkar. Þetta var klikkað, ein á morgnanna, ein í hádeginu og ein um kvöldið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler