Fjallið spilar póker í íshelli

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson mbl.is/Golli

Sir Gregor „Fjallið“ Glegane er ekkert lamb að leika sér við á vígvellinum en hvernig er hann í póker? Þessari spurningu fékkst svarað þegar kraftajötuninn Hafþór Björnsson, sem lék Fjallið í þáttunum Game of Thrones, mætti netpókergoðsögninni Randy „nanoko“ Lew við tökur á stuttmyndinni Into the Poker Glacier.

Myndin var tekin upp í íshelli í Langjökli og segir leikstjóri hennar, Pétur „Peppi“ Sigurðsson, í samtali við PokerNews, að ekki hafi verið notast við handrit.

„Randy var þarna og við vildum bara fara og taka upp skemmtilegt lítið myndband, kannski fara að jöklinum og gera eitthvað. Hlutir fóru að malla í höfðinu á mér. Ég hafði verið að hugsa um að gera eitthvað með „Fjallinu“ og umboðsmanni hans svo ég hugsaði með mér afhverju ég setti þetta tvennt ekki saman og gerði eitthvað úr því.

Pétur vann sjálfur að gerð Game of Thrones hér á landi en þar að auki er einkaþjálfarinn hans, Sölvi Fannar Viðarsson, umboðsmaður Hafþórs.

Lew segist hafa fengið stjörnur í augun við að hitta sjálft Fjallið. „Hann er afar indæll. Hann mylur fólk í þáttunum en hann er afar, afar indæll. Honum finnst gott að borða mikið af mat get ég sagt ykkur. Þegar við borðuðum hádegismat fékk hann tvöfaldar steikarlokur. Ég sofnaði og hann borðaði víst matinn minn líka,“ segir Lew við PokerNews.

Pétur segir myndbandið vera kítlu fyrir sjónvarpsþátt um póker sem hann vill koma í loftið. „Vinnutitillinn er The Artic Poker Adventure. Í grunninn eru póker og pókerleikmenn teknir út úr sínu hefðbundna umhverfi og settir í ævintýralegar aðstæður.“

Fjallið og Sölvi berja á vondu köllunum.
Fjallið og Sölvi berja á vondu köllunum. Skjáskot af YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson