„Hip hop senan verður ánægð“

Frá Secret solstice í dag.
Frá Secret solstice í dag. Eggert Jóhannesson

„Hip hop senan verður ánægð með leynigestinn sem mun spila á morgun“ á Secret solstice hátíðinni. Þetta segir Leon Hill, markaðsstjóri hátíðarinn í samtali við mbl.is, en uppi hefur verið orðrómur um að tónlistarmennirnir Mos Def, Busta Rymes eða Xzibit muni koma fram.

Hátíðin byrjaði í dag og segir Hill að núna á öðru ári hennar sé allt að slípast til í skipulaginu. Í gær voru gestir óánægðir með hversu seint tímasetning tónleikanna væri kynnt, en Hill segir að annað hafi gengið vonum framar.

Hill er sjálfur frá Ástralíu og hefur verið viðriðinn hátíðina frá upphafi. Áður var hann í kynningarteymi Bam Magera, úr Jackass hópnum og kom hingað meðal annars árið 2013 þegar Bam var að gifta sig. Hann segist strax hafa orðið ástfanginn af landi og þjóð og ákveðið að verja hérna aðeins meiri tíma. Hann hafi svo kynnst Friðriki Jónssyni, einum eiganda hátíðarinnar og „svo kynntist maður íslenskri stelpu,“ segir hann.

„Í fyrra var fyrsta árið okkur og þá gerðum við nokkur mistök,“ segir hann, en það hafi meðal annars verið vegna óreynds hóps og þá þurfi svona hátíðir alltaf að fara í gegnum ákveðið reynsluferli. Hann segir þó að skipulagið þá hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og að það hafi gefið fólki meira sjálfstraust í ár.

Hill þekkir sjálfur hvernig tónlistarhátíðir ganga fyrir sig erlendis og segir að hér gangi samstarfið við opinbera aðila almennt mun betur en t.d. í Ástralíu. Þannig sé ekki haldin hátið þar nema að lögreglan sé mætt og leiti á öllum hátíðargestum sem komi inn á hátíðina. Í fyrra var nokkur gagnrýni á störf lögreglu hér á landi vegna leitar á tónleikagestum, en Hill segir að það hafi verið stormur í vatnsglasi og þótt Íslendingar séu ekki vanir slíku, sé lögreglan almennt mun aðgangsharðari á erlendum hátíðum. „Lögreglan hér er betri en annarsstaðar þar sem ég þekki til,“ segir Hill.

Eins og fyrr segir verður leynigestur hátíðarinnar á dagskrá á morgun, en samkvæmt plani mun hann stíga á svið á aðalsviði hátíðarinnar klukkan 19:30. Vísir sagði í gær frá því að Mos Def, Busta Rhymes og Xzibit væru líklegustu gestirnir og samkvæmt heimildum mbl.is þá er það ekki ólíkleg niðurstaða, þrátt fyrir að Hill hafi ekkert vilja segja um það annað en að leynigesturinn verði leynigestur þangað til hann stígur á svið.

Leon Hill
Leon Hill Mynd/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson