Mike Tyson á leiðinni til landsins

Mike Tyson er á leiðinni á klakann.
Mike Tyson er á leiðinni á klakann. mbl.is/AFP

Fyrrum heimsmeistarinn í boxi, Mike Tyson, kemur til landsins í haust með sýninguna sína The Undisputed Truth. Þessu greindi Björgvin Rúnarsson frá í útvarpsþættinum Valtýr og Jói á Bylgjunni í morgun en það er Björgvin sem flytur hann til landsins.

„Þetta er sýning þar sem hann fer yfir feril sinn frá byrjun til dagsins í dag og dregur ekkert undan. Hann mun standa á sviðinu þar sem sýnd verða brot úr myndinni sem hann framleiddi ásamt HBO um ævi sína. Hann mun greina frá öllum viðbjóðnum og öllum sigrunum,“ segir Björgvin í þættinum.

Það fékkst staðfest í gærkvöldi, að sögn Björgvins, að Tyson muni koma hingað en dagsetning liggur enn ekki fyrir. „Við höfum verið að reyna að fá hann síðan í september og ég fékk að vita í gær að hann sé að setja upp Evrópuferðalag. Við erum svo að reyna að finna dagsetningu nú á næstu dögum. Okkur langar að fara með hann í laugardalshöllina, þetta er viðburður af þeirri stærðargráðu,“ segir Björgvin. 

Sýningin er þannig, að sögn Björgvins, að hún er blanda af uppistandi og eintali. „Ég er eins og lítill krakki, þetta er einn stærsti viðburðurinn í þessum geira árið 2015,“ segir Björgvin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant