Íhugar að kaupa hús á Íslandi

Leikkonan Natasha Lyonne.
Leikkonan Natasha Lyonne. Af Wikipedia

Leikkonan Natasha Lyonne, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Orange is the New Black, segist vera að íhuga að kaupa sér hús á Íslandi þar sem hún sé full viðbjóðs yfir bandarísku sumri.

Leikkonan er nýlega komin heim frá ferð sinni um Ísland og segist hafa heillast svo mikið af fólkinu og kuldanum að hana langi mikið til að kaupa sér eign hér á landi. Hún hafi jafnvel hitt fasteignasala í ferðinni.

„Þau [Íslendingar] elska ull og fisk, þau verða mjög spennt þegar það er ekki dimmt lengur, en ég held að þá sé mikið um þunglyndi ... Við fórum virkilega að hugsa um að kaupa sumarhús þar og hittum fasteignasala,“ sagði Lyonne í samtali við World Entertainment News Network.

Segir hún húsin líta mjög vel út og fólkið vera áhugavert. Þá kunni hún vel við sig í kuldanum hér á landi. „Hitinn annars staðar í heiminum er ógeðslegur. Mér líkar ekki við hita, mér líkar ekki við stuttbuxur, mér líkar ekki við óþverrann og skítinn sem fylgir hitanum, mér líkar ekki við að sýna á mér útlimina. Það gerir mig mjög taugaóstyrka.“

Lyonne býr í New York og segist kunna mjög illa við fólkið í hitanum þar. „Það er ekkert sem mér finnst ógeðslegra en þegar ég sé mann í flip-flop-skóm í neðanjarðarlestinni. Mér finnst það viðbjóðslegt og mér verður flökurt,“ sagði hún og hélt áfram:

„Þegar snjórinn kemur hugsa ég með mér: „Þetta er notalegt“. Í fyrsta lagi er fólk í fötum eins og venjulegar manneskjur og það er ekki mikið af fáklæddum sveittum bjánum að hlaupa um með túristabuddurnar sínar, lestarkortin og í flip-flop-skónum. Ég höndla það ekki.“

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/158STSApcU/" target="_top">See ya later space town. #Iceland ❤️❤️🌋💯</a>

A photo posted by Stacey Keach (@nlyonne) on Apr 25, 2015 at 9:54am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson