Quasi Modo er heimsins ljótasti hundur

Quasi Modo er afar sérstök í útliti - hún er …
Quasi Modo er afar sérstök í útliti - hún er með fæðingargalla.

Tíkin Quasi Modo frá Loxahatchee í Flórída, vann titilinn „heimsins ljótasti hundur“ í síðustu viku í keppni sem fram fór í Kaliforníu. Quasi Modo er skírð í höfuðið á hringjaranum frá Notre-Dame úr samnefndri sögu Victors Hugo.

Quasi Modo var eitt sinn yfirgefin og fékk athvarf í dýraskýli. Talið er að útlit hennar hafi spilað þar inn í en ekki voru margir áhugasamir um að taka hana að sér. Það var þó einn dýralæknir í athvarfinu sem „sá blikið í augum mínum og tók mig heim með sér,“ eins og Quasi Modo orðar það sjálf í lýsingu á ævi sinni sem lögð var fram fyrir keppnina í síðustu viku.

En af hverju lítur Quasi Modo svona út? Í æviágripinu segir hún svo sjálf frá: 

„Ég er með fæðingargalla á nokkrum stöðum á mænu minni. Bak mitt er of stutt miðað við restina á líkamanum og þetta raðaðist bara upp á versta veg. En þrátt fyrir þetta þá hleyp ég, leik mér og nýt lífsins til fulls. Ég er kannski sérstök í útliti (fullorðnir karlmenn hafa stokkið upp á bíla sína þegar þeir sjá mig) en þegar fólk kynnist mér þá vinn ég traust þeirra með mínum líflega persónuleika.“

Quasi Modo hefur unun af því að  kynnast nýju fólki. Hún er orðin nokkurs konar sendiherra fjölbreytileikans og viðurkenningar - að kynna fólki fyrir því sem er öðruvísi.

„Það á aldrei að dæma bók af kápunni! Bara af því að dýr eða manneskja lítur öðruvísi út þá þýðir það ekki að þau eigi ekki skilið ást.“

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/61lMUTs5dvo" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson