Ragnar sló við Fifty Shades of Grey

Ragnar Jónsson, rithöfundur.
Ragnar Jónsson, rithöfundur. mbl.is/Eggert

Snjóblinda, glæpasaga Ragnars Jónassonar, komst í gær í efsta sæti metsölulista Amazon í Ástralíu yfir rafbækur, og slær þar við metsölubókum á borð við Konuna í lestinni eftir Paulu Hawkins og Fifty Shades of Grey eftir E.L. James.

Ekki er vitað til þess að íslensk bók hafi áður náð efsta sæti metsölulista í Ástralíu. Ragnar náði sama árangri í Bretlandi í maí, en þá varð Snjóblinda óvænt mest selda rafbókin á Amazon þar í landi. 

Snjóblinda, eða Snowblind eins og bókin kallast á ensku, er fyrsta bók Ragnars sem kemur út á ensku. Önnur bók úr Siglufjarðarsyrpu Ragnars er væntanleg í enskri þýðingu fyrir jólin í Bretlandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Ragnari en í síðustu viku tryggði bandaríska risaforlagið St. Martin's Press sér réttinn á tveimur bókum úr seríunni. Ragnar leggur nú lokahönd á nýja bók sem ekki er hluti af Siglufjarðarsyrpunni, en þar segir frá lögreglukonu í Reykjavík sem er að fara á eftirlaun en þarf að leysa eitt sakamál að lokum.

Ragnar trónir á toppi ástralska vinsældarlistans.
Ragnar trónir á toppi ástralska vinsældarlistans.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant