Þúsundir mættu í útför kattar

Tama var virðuleg læða.
Tama var virðuleg læða. Af Twitter

Einu sinni var hún villiköttur á götum Wakayama í Japan. Síðar fékk hún stórt hlutverk á lestarstöðinni og fyrir átta árum var hún útnefnd yfirmaður stöðvarinnar, eða réttara sagt yfirköttur. En nú er Tama gamla dauð, sextán ára að aldri. Talið er að um 3.000 manns hafi mætt í útför hennar á sunnudag, segir í frétt um málið í The Guardian.

Er Tama fékk stöðu lestarstöðvarstjóra varð hún fræg á einni nóttu. Hún er án efa einn frægasti köttur Japans fyrr og síðar.

Margir syrgja því læðuna enda fannst fólki hún auðga líf þess. Tama varð einnig til þess að lestarstöðin sem hafði tapað milljónum dollara á hverju ári, varð ein sú vinsælasta enda vildu margir koma þangað til að sjá Tömu með stöðvarstjórahattinn sinn. Hún varð einnig til þess að ferðamennska í nágrenninu blómstraði. 

Yfirmaður lestarfyrirtækisins heimsótti Tömu rétt áður en hún drapst. Þó að hún væri orðin mjög lúin og veik þá stóð hún upp fyrir yfirmanni sínum og mjálmaði í átt til hans. 

Bæjarstjórinn sagðist mjög sorgmæddur er Tama féll frá. „Tama var mjög vinsæl og var algjör ofurstjarna í ferðaþjónustunni hérna. Ég er mjög sorgmæddur en fullur þakklætis,“ sagði hann.

Útför Tömu fór svo fram á sunnudag og talið er að um 3.000 manns hafi komið til að kveðja hana. Nú er annar köttur kominn í hennar stað á lestarstöðinni, Nitama. Hann fær þó ekki sama titil heldur er hann kallaður „stöðvarmeistari“.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://embed.theguardian.com/embed/video/world/video/2015/jun/29/tama-the-cat-stationmaster-japan-video" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson