„Þið eruð ekki ein“

Við upphaf myndbandsins mætti ætla að ungmennin séu við það …
Við upphaf myndbandsins mætti ætla að ungmennin séu við það að koma út úr skápnum, en þá er það trúin sem þau ljóstra upp um. Ljósmynd/ facebook.com/CatholicVote

Myndband sem sýnir ungt kaþólskt fólk tala hughreystandi til þeirra sem eru á móti hjónabandi samkynhneigðra hefur vakið mikla reiði. Myndbandið var gefið út af samtökunum CatholicVote stuttu fyrir sögulegan úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna um að fólki af sama kyni væri heimilt að ganga í hjónaband í öllum ríkjum landsins. Myndbandið gefur í skyn að kaþólikkar séu þjáður minnihlutahópur og að málfrelsi þeirra sé ítrekað fótum troðið. Í lýsingunni við myndbandið stendur „Við erum hér af því að við höfum eitthvað að segja og við hræðumst ekki lengur að segja það.“

Myndbandið þykir minna um margt á myndbandaröðina It Gets Better sem sett var á laggirnar til að bregðast við fjölda sjálfsmorða meðal samkynhneigðra ungmenna. Í samtali við Buzzfeed segist Brian Burch, formaður CatholicVote, ekki telja myndbandið óvirðingu við ungt hinsegin fólk.

„Unga fólkið [í myndbandinu] talaði frá hjörtum milljónum bandarískra ungmenna sem eru eiga við innri togstreitu að stríða eftir að hafa verið sagt að þau yrðu að samþykkja hjónaband samkynhneigðra eða vera brennimerkt sem ofstækismenn. Samkynhneigðir eiga reisn og virðingu skilda og það á kristið fólk einnig.“

Mörgum þykir boðskapur CatholicVote skjóta skökku við og þá sérstaklega hugmyndir samtakanna um hugrekki.

<blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/CatholicVote">@CatholicVote</a> that's not courage. Courage is growing up around anti-gay hatred and coming through the other side a strong proud LGBT person.

— Brian326 (@bpt326) <a href="https://twitter.com/bpt326/status/614273937057431552">June 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/CatholicVote">@CatholicVote</a> Bigots whining about being labeled as bigots. This same logic excuses sexism, racism, and any oppression based on religion.

— Jonny Flash (@JonnyFlashPDX) <a href="https://twitter.com/JonnyFlashPDX/status/616014989288058880">June 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/CatholicVote">@CatholicVote</a> don't confuse the "courage" it takes to express an unpopular opinion with the courage it takes for a gay kid to come out.

— Ryan Smith (@smithboyrd) <a href="https://twitter.com/smithboyrd/status/615984038059208705">June 30, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson