„Doug dó“

Andlátstilkynningin var vægast sagt einföld.
Andlátstilkynningin var vægast sagt einföld. Skjáskot af Sky News

Andlátstilkynning sem birtist í dagblaði í Norður Dakóta fylki Bandaríkjanna hefur vakið athygli en hún er aðeins tvö orð. Douglas Legler lést í síðustu viku en í andlátstilkynningu sem birtist í dagblaði í kjölfarið stóð einfaldlega „Doug died“ eða „Doug dó“.

Tilkynningunni fylgdi mynd af skælbrosandi Doug sem var 85 ára þegar hann lést.

Janet Stoll, dóttir Ledler sagði dagblaðinu að faðir hennar hefði krafist þess að tilkynningin yrði svona þegar hann myndi deyja. „Hann sagði aftur og aftur, þegar ég dey vil ég að andlátstilkynningin sé bara „Doug dó“,“ lýsti hún fyrir blaðamanni. „Hann var mjög hress og var með frábæran húmor,“ bætti hún við.

Að sögn Stoll starfaði faðir hennar sem vörubílstjóri, sjálfsalaviðgerðarmaður og málari. Í frítíma sínum fannst honum gaman að syngja sveitatónlist og heimsótti við og við spilavíti.

Það er Sky News sem segir frá þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson