Finndu bólfélaga eða bandið fýkur

Marie notaði ýmis tól til að verða sér úti um …
Marie notaði ýmis tól til að verða sér úti um stefnumót. Skjáskot af dr.dk

„Fáðu strák til að gista í tjaldinu þínu fyrir föstudaginn, annars klippum við armbandið þitt.“

Svona eru reglurnar í Hróarskelduleik á vegum vefsíðu danska ríkisútvarpsins, dr.dk, en í leiknum er aðeins einn þátttakandi, hin 24 ára Marie.

Hún á að daðra sig í gegnum stefnumót á Hróarskeldu hátíðinni og áður en föstudagur rennur upp þarf hún að hafa talið karlmann á að gista í tjaldinu hennar. Ef það gerist ekki er gripið til skæranna og Marie missir af restinni af hátíðinni.

Leikurinn hófst í gær og Marie hefur nú þegar farið á stefnumót en ekki gekk að fá þann dreng með heim í tjald. „Ég hef ekki fundið neinn ennþá en ég stefni á að finna einhvern í dag,“ sagði hún við dr.dk sem eltir hana á röndum í gegnum hátíðina.

Vonin mun ekki úti fyrir Mads Peter sem bauð henni í drykk í gærkvöldi. Marie segir hann afar sætan en að hún þurfi að hitta hann einu sinni enn til að kynnast honum betur. „Það þarf aðeins meira en hálftíma stefnumót til að ég bjóði honum í tjaldið,“ sagði María en kveðst þó vera farin að finna fyrir pressunni.

Þess vegna leitar hún að fleiri mönnum sem gætu verið til í tjaldið á hún meðal annars inni stefnumót með hinum danska Jakob og manni sem einungis er nefndur Bjarni í frétt DR. Gæti vel hugsast að sá sé Íslendingur en til þess að ganga úr skugga um það þarf að fylgjast með beinni útsendingu danska ríkisútvarpsins frá þessari sérkennilegu keppni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler