Disney Magic til Reykjavíkur

Skemmtiferðaskipið Disney Magic kemur til Reykjavíkur á morgun og stoppar yfir nótt við Skarfabakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney-skip kemur til Íslands. 

Skipið heldur af landi brott á sunnudag. TVG-Zimsen þjónustar skipið á meðan það hefur viðkomu í Reykjavík.

Disney Magic er 84.000 rúmlestir að stærð og um borð eru 1.750 farþegar. Walt Disney World í Florída á og rekur skipið. Skipið er skreytt með öllu því besta frá Disney og má m.a. sjá Mikka Mús, Guffa og Litlu hafmeyjuna í sölum skipsins. Skemmtiatriði um borð eru öll ættuð úr Disney-fjölskyldunni og verslanir selja varning sem minnir mjög á Disney.

Aðeins örfá ár eru síðan Disney Cruise Line ákvað að bjóða upp á ferðir með skipum sínum um Evrópu og þetta er í fyrsta skipti sem skip félagsins siglir á norðurslóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant