Konungleg skírn á morgun

Georg og Karlotta myndast einstaklega vel.
Georg og Karlotta myndast einstaklega vel. AFP

Breska konungsfjölskyldan býr sig nú undir skírn Karlottu prinsessu á morgun, sunnudag, en það verður í annað skipti sem almenningi gefst færi á að berja kornabarnið konunglega augum frá fæðingu hennar.

Karlotta er tveggja mánaða gömul og dóttur Vilhjálms prins og eiginkonu hans Katrínar og verður hún skírð við lágstemmda athöfn í kirkju á landareign langömmu sinnar, Elísabetar Englandsdrottningar, í Sandringham í Norfolk. Kirkjan er í göngufæri frá Anmer Hall, stórhýsinu þar sem Vilhjálmur og Katrín búa nú til að vera fjarri ágengum fjölmiðlum.

Meðal gesta við athöfnina verða hin 89 ára gamla drottning og eiginmaður hennar, Filipus prins, faðir Vilhjálms Karl Bretaprins og eiginkona hans Camilla auk foreldra Katrínar, Carole og Michael Middleton.

Fyrsta barn þeirra Katrínar og Vilhjálms, Georg prins, verður einnig viðstaddur en hann fagnar tveggja ára afmæli sínu 22. júlí. Bróðir Vilhjálms, Harry, verður fjarverandi þar sem hann er á þriggja mánaða ferð um Afríku.

Karlotta verður skírð með vatni úr ánni Jórdan sem var sérstaklega sótt með flugi fyrir athöfnina. Athöfnin sjálf verður lokuð almenningi en aðdáendur konungsfjölskyldunnar munu fá stæði utan við kirkjuna og geta barið hana augum á leið inn og út úr kirkjunni.

Talsmaður konungsfjölskyldunnar sagði Vilhjálm og Katrínu gríðarlega þakklát fyrir þær hlýju kveðjur sem þeim hafa borist frá fæðingu Karlottu og fagna því að svæðið þar sem almenningur mun standa verði tilbúið í tæka tíð til þess að íbúar Norfolk geti samglaðst þeim.

Skírnin mun tengjast móður Vilhjálms, Díönu prinsessu sem lést árið 1997 í bílslysi í París, á margvíslegan hátt. Karlotta ber tvö millinöfn, Elísabet og Díana, auk þess sem Díana var sjálf skírð í sömu kirkju á sínum tíma. Ljósmyndarinn Mario Testino mun sjá um að festa athöfnina á filmu en hann var náinn Díönu og tók sumar þekktustu myndanna af henni aðeins fáeinum mánuðum fyrir dauða hennar. Testino tók einnig trúlofunarmyndir Vilhjálms og Katrínar.

Eftir athöfnina er talið að skírninni verði fagnað með teboði á vegum drottningarinnar í Sandringham.

Prinsarnir Filipus, Georg og Vilhjálmur ásamt Katrínu og Elísabetu drottningu …
Prinsarnir Filipus, Georg og Vilhjálmur ásamt Katrínu og Elísabetu drottningu á svölum Buckinghamhallar í síðasta mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant