Gamall draumur rektors rættist

„Ég var kominn heim um miðnætti og var því ekki það lengi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, aðspurður hvort blaðamaður mbl.is sé ekki að vekja hann með símtali fyrir hádegi eftir laugardagskvöld ATP tónlistarhátíðarinnar.

Tónlistarhátíðin All Tomorrows' Parties (ATP) fór fram um helgina á Ásbrú í Reykjanesbæ. Jón Atli var einn fjölmargra gesta sem naut listamannanna sem þar komu fram.

„Ég sá tvær hljómsveitir og fannst þetta mjög fínt. Stemningin var góð og það var mikið af fólki á svæðinu.“ Rektor hafði lengi dreymt um að sjá Swans á tónleikum og sá draumur varð að veruleika í gærkvöldi. „Ég bjó í Bandaríkjunum þegar þeir spiluðu hér síðast, árið 1988 og hafði aldrei séð þá. Þeir voru svakalega góðir og ég var mjög ánægður með þá. Þeir eru kraftmiklir og gefa frá sér mikinn hávaða. Þetta er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum og það var alveg frábært að sjá þá.“

Jón Atli skellihlær þegar blaðamaður spyr hvort þetta sé ný hlið á rektor sem hafi ekki komið fram áður. „Ég veit ekki með það. Svona er ég allavega.“

Hann var mjög ánægður með hátíðina og sýndist aðrir gestir vera sama sinnis. „Fólk sem ég ræddi við var mjög ánægt. Ég vona að ATP haldi áfram að vera hérna því mér finnst þetta alveg meiriháttar fyrir menningarlífið á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson