Hertogaynjan fékk svitabandið

Andy Murray með svitaband áþekkt því sem Camilla fékk.
Andy Murray með svitaband áþekkt því sem Camilla fékk. AFP

Þeir eru eins margir og þeir eru misjafnir, minjagripirnir sem fólk tekur með sér af Wimbledon-mótinu, en eiginkona Karls Bretaprins, Camilla Parker Bowles hertogaynja af Cornwall, fékk líklega þann sveittasta.

Camilla fór heim á fimmtudaginn með gegnvott svitaband bresku tennisstjörnunnar Andy Murray. Hann hafði hent því á VIP-svæðið við völl eitt í því sem hann fagnaði sigri sínum á Hollendingnum Robin Haase og var bandið gripið af formanni tennisklúbbsins All England Club sem heldur mótið. Sá rétti hertogaynjunni, sem sat við hlið hans, gripinn.

„Ég heyrði af því að hún kæmi í dag. Ég sá hana stuttlega eftir leikinn,“ sagði fyrrverandi Wimbledon-sigurvegarinn. „En bandið fór í formann Wimbledon. Hann var þarna með henni. Yfirleitt sér maður hver grípur það. En hertogaynjan opnaði töskuna sína og bandið var þar svo að hann hafði greinilega gefið henni það.“

Hver veit nema Karlotta litla hafi fengið bandið í skírnargjöf.

Camilla Parker Bowles
Camilla Parker Bowles Wikipedia/Dan Marsh
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson