Amy slær aðsóknarmet

Heimildarmyndin Amy um ævi söngkonunnar Amy Winehouse sló aðsóknarmet síðastliðna …
Heimildarmyndin Amy um ævi söngkonunnar Amy Winehouse sló aðsóknarmet síðastliðna helgi. AFP

Heimildarmyndin Amy um ævi söngkonunnar Amy Winehouse sló aðsóknarmet seinustu helgi þegar hún var frumsýnd í Bretlandi. 

Amy fjallar um frægð og fall söngkonunnar Amy Winehouse. Heimildarmyndin var frumsýnd á Cannes Film Festival í Frakklandi í maí en var frumsýnd í nokkrum kvikmyndahúsum í Bretlandi á föstudaginn.

Miðasala gekk afar vel og seldust miðar fyrir um 107 milljónir króna sem er aðsóknarmet fyrir breska heimildarmynd. Myndin er einnig í öðru sæti yfir vinsælustu heimildarmyndir sem frumsýndar hafa verið í Bretlandi en í fyrsta sæti er myndin Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore.

Hamis Moseley frá dreifingarfyrirtækinu Altitude sagði aðstandendur myndarinnar vera afar ánægða með viðbrögðin sem myndin hefur fengið. „Þetta sýnir ekki bara hversu frábær myndin er heldur einnig einstaka hæfileika Amy Winehouse,“ sagði Moseley í viðtali við Contactmusic.com.

Myndin verður frumsýnd víðs vegar um heim þann 10. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson