„Póstinum má ekki seinka!“

Maðurinn lyfti hjólinu sínu yfir lokunina og ætlaði að æða …
Maðurinn lyfti hjólinu sínu yfir lokunina og ætlaði að æða út á veginn, í veg fyrir hjólreiðakappana. Skjáskot/Youtube

Hann var allt annað en sáttur, bréfberinn sem ber út bréfin í bænum Utrecht í Hollandi þegar hann kom að lokaðri götu vegna hjólreiðakeppninnar Tour de France. Hann snöggreiddist og ætlaði að æða inn á götuna í veg fyrir hjólreiðamennina.

Hjólreiðakeppnin Tour de France hófst á laugardag þegar keppendurnir kepptu í tímatöku á götum Utrecht. Bréfberinn, sem sjálfur var á hjóli, lyfti hjólinu sínu yfir lokunina og ætlaði að æða út á veginn þegar starfsmenn keppninnar stöðvuðu hann. Hann hreytti þá út úr sér á ensku: „Ef þú snertir mig þá slæ ég úr þér tennurnar,“ áður en til smávægilegra handalögmála kom á milli hans og brautarvarðarins. 

„Komdu þér í burtu, ég er með 80 kg poka af bréfum hérna,“ bætti þá bréfberinn við.

Að sögn hollenskra fjölmiðla á bréfberinn að hafa beðist afsökunar á atvikinu stuttu síðar. „Starfsmaður okkar var búinn að vinna marga daga í röð í miklum hita og hafði tekið á sig mikla aukavinnu. Þetta er engin afsökun en útskýrir hegðunina,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem maðurinn starfaði hjá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson