Þurfti að bera Damon Albarn af sviðinu

Damon Albarn á tónleikum.
Damon Albarn á tónleikum. AFP

Bera þurfti breska söngvarann Damon Albarn af sviði Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku um helgina. Albarn hafði neitað að yfirgefa sviðið en tónleikar hans höfðu staðið yfir í fimm klukkustundir.

Sky News segir frá þessu.

Albarn, sem er þekktastur fyrir að vera söngvarinn í Blur, kom fram á hátíðinni ásamt Africa Express. Þegar klukkan var orðin fjögur um nótt spurði Albarn, sem er 47 ára gamall, áhorfendur hvort þeir vildu meira. Þá spilaði hann lagið Should I Stay Or Should I Go sem Clash gerðu ódauðlegt á sínum tíma við mikinn fögnuð viðstaddra. „Til fjandans með það sem allir segja. Þið viljið meira, við gefum ykkur meira.“

Þá fór öryggisvörður upp á sviðið, tók Albarn upp og bar hann af sviðinu sem veifaði til mannfjöldans sem baulaði á öryggisvörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant