Íslenskur „gangsta rap“ Arnold

Arnold í myndbandinu hans Óskars.
Arnold í myndbandinu hans Óskars. Mynd/skjáskot af youtube.com

Kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Arnarson lætur ekki langt líða milli internet-smella sem hann setur á Youtube, en í dag setti hann inn nýtt myndband sem hefur strax notið talsverðra vinsælda. Má þar sjá tuskubrúðu í líki Arnolds Schwarzenegger í hlutverki Tortímandans í samnefndri mynd flytja svokallað ruddarapp (e. gangsta rap) með tilvísunum í Tortímandann og aðrar þekktar kvikmyndir. 

Óskar er hvað þekktastur fyrir myndband sem hann setti á Youtube fyrir þremur mánuðum, þar sem hann skeytti saman myndbroti úr myndinni Interstellar, með Matthew Mcconaughey, við nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars kvikmynd. Nú þegar hafa rétt tæplega 10 milljónir horft á myndbandið og var það meðal annars 

Óskar er lærður kvik­mynda­gerðamaður frá Kvik­mynda­skóla Íslands, en rek­ur í dag Aug­lýs­inga­stof­una 99. Mbl.is tekur það sérstaklega fram að tungutakið í myndbandinu gæti farið fyrir hjartað á einhverjum lesendum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson