Rekinn fyrir að elska hund

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd af Wikipedia

Ryan Uhler birti innlegg á Facebook síðu sinni þar sem hann líkti því saman að giftast hundinum sínum og að giftast öðrum karlmanni. Innleggið birti hann daginn eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að hjónaband samkynhneigðra væri löglegt. Yfirmenn Uhler voru ekki hrifnir af færslunni og ráku Uhler úr stöðu sinni hjá fjárfestingarfélaginu Grace Investment Group.

Í innleggi sínu sagði Uhler: „Er það eitthvað öðruvísi að giftast hundi ef maður elskar hann innilega? Ég vona að við getum nú einbeitt okkur að sambandi manna og hunda. Ég elska hundinn minn Rocco og Rocco elskar mig. Vonandi getum við gift okkur einhvern tímann.“

Í viðtali við miðilinn The Huffington Post segir Uhler að hann hafi talið að enginn í fyrirtækinu  notaði Facebook og því myndu yfirmennirnir ekki sjá innleggið. Þá segir hann ætlunina ekki hafa verið að lítillækka málstaðinn og að hann sé afar ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. Hann viðurkennir þó að hann birti stundum færslur sem þessa eingöngu til að ögra fólki á miðlinum.  

Uhler segir yfirmenn sína hafa sagt að ástæðan fyrir brottrekstrinum væri sú að innleggið væri afar niðrandi og ónærgætið. „Innleggið snérist alls ekki um að setja út á málstaðinn heldur eingöngu um það hversu mikið ég elska hundinn minn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant