Óvenjulegt líf Fjallsins

Hafþór neytir yfir 10 þúsund kaloría á dag eins og …
Hafþór neytir yfir 10 þúsund kaloría á dag eins og fram kemur í prentauglýsingu Finlandia. Ljósmynd/Finlandia

Stjarna Hafþórs Júlíusar Björnssonar heldur áfram að rísa og nú birtist hann í tilkomumikilli auglýsingaherferð Finlandia Vodka. 

Auglýsingin einblínir á einstaklinga sem þykja lifa óvenjulegu lífi og má með sanni segja að líf Hafþórs sé um margt óvenjulegt. Þó Hafþór sé eflaust þekktastur fyrir að hafa leikið illmennið Fjallið í The Game of Thrones þáttaröðinni hefur hann sinn aðalstarfa af því að vera kraftajötunn og eins og tekið er fram í auglýsingunni ber hann titilinn þriðji sterkasti maður í heimi. 

„Þetta kom bara ágætlega út, þeir höfðu fyrst samband við mig fyrir ári síðan þegar ég var að keppa í Englandi í Sterkasti maður Evrópu. Svo einhverjum mánuði seinna þá er þetta tekið upp hérna heima á æfingu hjá mér,“ segir Hafþór sem segist vera farinn að venjast því að vera fyrir framan myndavélina. 

Hann segist geta tekið undir það að líf sitt sé óvenjulegt en kannski ekki fyllilega að því leiti sem margur myndi halda. „Líf mitt er stundum kannski svolítið einhæft, æfingar svefn og borða,“ segir hann og hlær. „En svo er  maður að ferðast mikið og lífið er einhvern veginn ótrúlega fjölbreytt samt sem áður. Það eru kannski margir sem halda að það sé mikið djammlíf en svo er ekki, það er mikill agi.“

Hafþór segir sig aldrei hafa grunað hvert lífið myndi leiða hann. „Árið 2013 tók líf mitt u-beygju. Ég endaði í þriðja sæti í sterkasti maður heims og svo bættist hlutverkið í Game of Thrones við. Svo verður maður bara meira og meira upptekinn en ég hef gaman að öllu sem ég er að gera í dag. Maður fær að ferðast mikið og upplifa margt."

Þar sem Hafþór nefnir djammlífið og agann sem hann sem kraftajötunn þarf að búa við liggur beint við að spyrja hann hvort hann þambi Finlandia vodka á milli æfinga. „Ég læt áfengi mestmegnis bara eiga sig. Það er helst rautt og hvítt ef ég er að borða eitthvað fínt.“

Auglýsinguna góðu má sjá hér að neðan en þess má geta að hún skartar jafnframt Íslendingnum Þorbjörgu Ágústsdóttur skylmingakonu sem var við doktors-rannsóknir í Holuhrauni þegar gaus.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uZRX3vwkEIQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson