„Ég vil ekki lemja konur“

Leikarinn Shia LaBeouf.
Leikarinn Shia LaBeouf. mbl.is/Cover media

Myndband sem sýnir leikarann Shia LaBeouf í rifrildi við kærustu sína, Miu Goth, hefur nú farið sem eldur um sinu um netheima. Þar heyrist LaBeouf segja við hóp fólks að hann hefði drepið hana hefði hann ekki labbað í burtu frá henni í Þýskalandi.

Í myndbandinu sjást LaBeouf og Goth fyrir utan hótel. Þar segist hann ekki vilja snerta hana. „Ég vil ekki vera árásargjarn en þetta er svona kjaftæði sem fær mann til að langa að berja einhvern. Ég vil bara fá töskuna mína takk. Ég vil ekki lemja konur.“ Þá fór LaBeouf inn í bifreið og keyrði upp á flugvöll.

Það voru mennirnir sem keyrðu LaBeouf sem tóku upp myndbandið. Á leiðinni sést hann hringja í mótleikkonu sína, Megan Fox. Þá fara umræðurnar að snúast um byssur og mennirnir útskýra fyrir LaBeouf að það sé ekki auðvelt að fá byssu í Evrópu.

Vefurinn Independent hefur reynt að hafa samband við LaBeouf og Goth vegna myndbandsins en án árangurs.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler