Íslenska rappsenan „sú klikkaðasta í heimi“

Reykjavíkurdætur á Icelandairwaves í fyrra.
Reykjavíkurdætur á Icelandairwaves í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk rappsena er kölluð sú klikkaðasta og snilldarlegasta í heimi í umfjöllun Guardian í dag. Segir blaðamaðurinn Ben Murphy, að þó svo að landslag Íslands, sem virðist af öðrum heimi, sé ekki fyrsti staðurinn sem manni dettur í hug að leita að ferskum rímum sé hér að finna gróðrarstíu hipphopp tónlistar.

„Það eru tónlistarmenn eins og Gísli Pálmi (...) sem rappar á jökli í myndbandinu við lagið „Ískaldur“ og furðulegt nokk, einnig í ísbúð. Á sama tíma eru Reykjavíkurdætur, 22 kvenna rappgengi sem sleikja heila í nýjasta myndbandinu sínu, með blóð lekandi úr munnvikunum,“ skrifar Murphy. „Kannski er það sökum einangrunar þeirra sem þessir listamenn hafa óbeislaða sérvisku sem lætur Lil Wayne minna á Ed Sheeran.“

Murphy segir Íslendinga nálgast hipphopp af sama frumleika og aðra tónlist sem nýtur vinsælda á landinu. Bendir hann á að erfitt geti verið fyrir þá sem rappa á íslensku að ná vinsældum útfyrir landsteinanna. Hann vitnar þó í Reykjavíkurdótturina Blævi sem segir hópinn geta náð langt þrátt fyrir að eiga lög sem heita nöfnum eins og „Sjálfstæðisfyllerí.“

„Það er erfitt fyrir rappara að ná heimsfrægð ef þeir ætla að halda sig við tungumálið sitt þar sem textar hafa svo mikið vægi í hipphoppi,“ segir Blær. „En fólk skilur oftast ekki Sigur Rós eða Björk og samt njóta þau hylli um allan heim.“

Gísli Pálmi
Gísli Pálmi
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson