Mun hvíla við hlið móður sinnar

Bobbi Kristina.
Bobbi Kristina. AFP

Bobbi Kristina Brown, dóttir tónlistarfólksins Whitney Houston og Bobby Brown, verður jörðuð við hlið móður sinnar í Westfield kirkjugarðinum í  New Jersey í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvenær greftrunin fer fram, en tvær útfarir verða haldnar, önnur í Atlanta þar sem fjölskylda og vinir Bobbi búa, en hin í New Jersey.

Bobbi lést þann 27. júlí sl. eftir að hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu í Atlanta í Georgíu þann 31. janúar sl., en hún var aðeins 22 ára gömul. Hún var endurlífguð á staðnum en skömmu síðar var ljóst að hún hefði hlotið heilaskemmdir. Bobbi var í dái í rúmt hálft ár en samkvæmt yfirlýsingu Houston fjölskyldunnar lést hún friðsællega á mánudag: „Hún er loksins í friði og í guðs höndum. Við þökkum öllum fyrir ástríkar kveðjur og stuðning á síðustu mánuðum.”

Houston fékk forræði yfir Bobbi árið 2006 þegar hún og Brown slitu samvistum. Brown hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna dótturmissisins, en fregnir herma að hann vilji syrgja dóttur sína í friði. Fjölskylduvinir segja hann eyðilagðan eftir dauða Bobbi, missir hennar taki meira á en dauði Houston árið 2012, og að hann hafi ekki viljað taka dóttur sína úr öndunarvél. Dagurinn sem Bobbi dó hafi verið versti dagur lífs hans.

Fréttamiðlar erlendis segja að Nick Gordon, fyrrverandi kærasti Bobbi, sé stjórnlaus af samviskubiti og sorg. Honum var meinað að heimsækja Bobbi á sjúkrahúsið af fjölskyldu hennar. Lögregla rannsakaði aðkomu Gordon að dauða Bobbi í febrúar, en það var hann sem kom að henni. Áverkar fundust á Bobbi, en ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur Gordon, sem er á sjálfsvígsvakt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant