10 klassísk útilegulög

mbl.is/Kristján Kristjánsson

Margir setja stefnuna á útilegu um helgina, hvort heldur á útihátíðum eins og til dæmis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eða þá bara á friðsælu tjaldsvæði. Útilega er þó alltaf staður og stund fyrir gítarglamur. Mbl.is hefur tekið saman 10 klassísk útilegulög sem allir kunna.

1. Wonderwall

Spurninguna „Kanntu að spila á gítar?“ mætti eiginlega umorða í spurninguna „Kanntu að spila Wonderwall?“ Svo virðist sem hver sá sem kunni 2-3 grip á gítar getið spilað þetta ódauðlega lag óaðfinnanlega. Svo kunna auðvitað allir að góla með. „You're my wonderwall.“

2. Draumur um Nínu

Við Íslendingar þreytumst ekki á að syngja gömul Eurovision-lög í útilegum, og þá er það eitt lag sem ber höfuð og herðar yfir önnur lög. Kannski af því að það er auðvelt í spilun, kannski af því að það kunna allir textann. Alla veganna: Draumur um Nínu mun óma um óteljandi tjaldsvæði á landinu um helgina. 

3. Rómeó og Júlía

Allt við þetta lag öskrar útilegustemning. Hækkunin í lokin, hvernig allir teygja Rrrrrrrrróóómeó-ið í lokakaflanum eins lengi og þeir geta. Munu einhverjir finna sinn Rómeó eða sína Júlíu um helgina? Síðan er þetta lag auðvitað eftir sjálfan Bubba Morthens. Öruggt þriðja sæti. 

4. Lífið er yndislegt

Þetta lag var þjóðhátíðarlagið árið 2001 og er ávallt mikið spilað í Vestmannaeyjum um þessar mundir ár hvert. Lagið er svo uppfullt af lífsgleði og jákvæðni að það er orðinn fastur liður á dagskrá flestra gítarleikara í útilegum. Það skal engan undra. Takk Land og synir! Takk fyrir yndislegt lag. 

5. Halo

Beyoncé veit hvað hún syngur, enda syngur hún afskaplega vel. Lagið Halo er rólegt, með afar auðvelt viðlag. Tilvalið í útileguna og það getur til dæmis búið til frábæra stemningu að láta mismunandi hrópast á í viðlaginu. Halo! Halo! Halo!

6. Ég er kominn heim

Þetta er eitt af þessum lögum sem höfundur greinarinnar hefur oftar heyrt sungið í samkvæmum heldur en upprunalega lagið á hljómplötu. En það hljómar líka svo skrambi vel þegar vinahópar syngja það. Smá ættjarðarást, það er í lagi stundum. 

7. Rangur maður

Af hverju get ég ekki verið jafnhamingjusamur og Sigga og Gréta í Stjórninni? Þegar stórt er spurt. Rangur maður er alla veganna eitt vinsælasta útilegulag okkar Íslendinga eins og flestir vita. Fæstir vita hins vegar réttu röðina á erindunum en það skiptir ekki máli, svo lengi sem þú kannt viðlagið.

8. Hit me baby one more time

Þarfnast þetta lag einhverra útskýringa? Goðsagnakennt lag sem allir kunna, meira að segja amma og afi. 

9. Nakinn

Mikilvægt innslag í íslenskri poppsögu. Það kunna gjörsamlega allir viðlagið og ef þetta lag slær ekki í gegn í útilegunni, þá ertu sennilega á vitlausum stað. Certified banger eins og sagt er á ensku.

10. What does the fox say?

Lagið sem sló svo eftirminnilega í gegn fyrir tveimur árum á svo sannarlega erindi í útileguna. Nóg af góli sem þarfnast ekki góðra söngvara og einfalt lag í spilun. Er hægt að biðja um meira?

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson