Snoop Dogg stöðvaður með 62 milljónir í reiðufé

Rapparinn Snoop Dogg.
Rapparinn Snoop Dogg. AFP

Rapparinn Snoop Dogg var stöðvaður af lögreglunni á flugvellinum í Calabria í suðurhluta Ítalíu í dag, en hann var með 422 þúsund evrur, sem jafngildir um 62 milljónum króna, í reiðufé í farangri sínum.

Samkvæmt lögum má ekki ferðast á flugvöllum innan Evrópusambandsins með meira en tíu þúsund evrur í reiðufé, nema að gera yfirvöldum viðvart um það.

Rapparinn var tekinn afsíðis af lögreglumönnum sem lögðu hald á um helming reiðufjárins, en þeim er það heimilt samkvæmt lögum á Ítalíu um peningaþvætti, að sögn fjölmiðla þar í landi. Hins vegar þykir líklegt að Snoop Dogg fái reiðufé sitt til baka. Hann þarf hins vegar að greiða sekt.

Snoop Dogg er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir.

Eins og kunnugt er var hann handtekinn í Uppsölum í Svíþjóð um seinustu helgi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hafði sænska lögreglan afskipti af honum eftir tónleika sem hann hélt í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant