Alltaf eitthvað nýtt í jaðarsporti

Robbie Maddison á öldunum við Tahítí.
Robbie Maddison á öldunum við Tahítí. Mynd/skjáskot af youtube.com

Það verður seint sagt um jaðarsportgreinar að menn fari þar hefðbundnar leiðir. Einu sinni þótti t.d. fallhlífastökk nokkuð öfgakennd íþrótt, en fljótlega fundu menn nýjar áskoranir og vildu fara lengra í áhættusækni og örvun skilningarvitanna. Þannig kom fram á sjónarsviðið svokallaðir base-stökkvarar, en þá er hoppað af byggingum og háum klettum og seinna fæddist hugmyndin um svifbúninga. 

Sama hefur átt sér stað með klettaklifur. Upphaflega þótti það nægjanleg áskorun að komast upp bratta kletta með öllum þeim búnaði sem í boði var. Fljótlega fóru menn að setja sér reglur um hvaða búnað mætti nota og hvað ekki, hvort trygging væri fyrir ofan klifrarann og að lokum var farið að klifra án alls aukabúnaðar og tryggingar, svokallað „free-solo“ klifur.

Mótorhjól eru ekkert undanskilin þessari þróun og hvort sem það er að fara leiðir sem enginn hefur farið áður eða stökkva yfir gljúfur, þá eru ofurhugar á mótorhjólum duglegir að finna leiðir til að gera eitthvað nýtt.

Ofurhuginn Robbie Maddison ákvað að prófa eitthvað alveg nýtt um daginn þegar hann skellti sér í brimbretta mótorhjólaakstur við strendur Tahítí. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi gengur honum mjög vel í þessari nýju grein og brunar um sjóinn. Aðdragandinn að sjókeyrslunni byrjar þegar um 1 mínúta er liðin af myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson