Milljónamæringur með hjálp ókunnugra

Hvað myndi maður gera við peninginn?
Hvað myndi maður gera við peninginn? Skjáskot/Wemadeamillionaire

Hópfjáraflanir á netinu eru orðnar frekar algengar og fólk safnar peningum oftast í einhver göfug málefni. Það er þó ekki alltaf raunin, en nafnlaus aðili hefur sett af stað söfnun í þeim eina tilgangi að verða ríkur; hann ætlar að safna milljón dollurum (134.770 milljónum króna).

Hann segist líta á þetta sem „fullkomna félagslega tilraun. Kraftur internetsins getur gert mann sem er þér algjörlega ókunnugur að milljónamæringi. Ég er þessi ókunnugi maður.“

Fólk er því beðið um að gefa manni pening, eingöngu til að hann geti orðið ríkur. Hann hefur lofað því að ef söfnunin tekst, og hann verður milljónamæringur, muni hann taka upp og birta á Youtube hvað hann geri við peningana.

Vefsíðan We Made A Millionaire var opnuð 28. júlí og hefur nú þegar safnað 11.864 dollurum (1,6 milljónum íslenskra króna). Fólk sem ákveður að láta fé af hendi rakna getur valið um brons, 173 krónur, silfur, 673 krónur eða gull, 1346 krónur.

„Hver veit, þetta gæti verið nógu klikkað til að ganga upp,“ segir hinn nafnlausi safnari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler