Zayn Malik sleit trúlofuninni

Malik og Edwards þegar allt lék í lyndi fyrir þremur …
Malik og Edwards þegar allt lék í lyndi fyrir þremur vikum síðan. Af Instagram

Fyrrum meðlimur One Direction, Zayn Malik, hefur nú slitið trúlofun sinni og söngkonunnar Perrie Edwards. Malik, sem hætti í One Direction í mars því hann vildi „vera venjulegur“ á að hafa sagt Edwards upp fyrir tveimur vikum en hún er samkvæmt frétt tímaritsins People miður sín.

Að sögn heimildarmanns hefur Edwards þurft að taka þátt í kynningarstarfi fyrir hljómsveit sína Little Mix og reynt þar að leiðandi að leyna sambandsslitunum. Hún er þó augljóslega „miður sín“.

Malik og Edwards kynntust árið 2011, byrjuðu saman ári seinna og trúlofuðust í ágúst 2013. Malik komst þó í vandræði fyrr á þessu ári þegar að myndir náðist af honum og leikkonunni Lauren Richardsson faðmast innilega í Taílandi. Richardsson og Malik hafa hinsvegar alltaf neitað fyrir að eitthvað hafi gerst á milli þeirra en stuttu síðar hætti Malik í One Direction og yfirgaf tónleikaferðalag sveitarinnar.

Samkvæmt frétt Sky News fögnuðu Malik og Edwards 22 ára afmæli hinnar síðarnefndu 10. júlí síðastliðinn þar sem allt átti að vera í góðu lagi á milli skötuhjúanna. En nú er talið að Malik hafi sagt Edwards upp fyrir tveimur vikum síðan.

Malik og Edwards eru bæði stödd í Los Angeles en eru talin hafa forðast hvort annað síðan sambandsslitin áttu sér stað. Edwards er jafnframt hætt að bera trúlofundarhring sinn samkvæmt mynd hljómsveitarfélaga hennar, Jesy Nelson á Instagram.

Umboðsmenn Malik og Edwards hafa neitað að tjá sig um sambandsslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson