Nafninu breytt í Hinsegin 100

„K100 er ekki til í dag heldur heitir stöðin Hinsegin 100,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson tónlistarstjóri hjá útvarpsstöðinni en allri dagskrá stöðvarinnar verður snúið á hvolf í tilefni Hinsegin daga sem fara fram nú um helgina.

Verða Hinsegin dagar gegnumgangandi þema í öllum dagskrárliðum. „Við miðum dagskránna út frá Hinsegin dögum og ætlum að skemmta okkur og fræðast. Við fáum til okkar Hinsegin skemmtikrafta til að skemmta okkur og við forvitnumst um það sem er að gerast á hátíðinni,“ segir Sigurður.

Hátíðin mun einnig hafa áhrif á tónlistavalið. „Við munum spila stereótýpísk hinsegin lög líka, tónlist sem hefur verið tengd réttindabaráttunni eins og til dæmis I will survive með Gloriu Gaynor og Ég er eins og ég er með Páli Óskari.“

Páll Óskar verður einmitt einn gestur stöðvarinnar. „Hann mætir á eftir og mun segja okkur frá atriðinu sínu á morgun. Svo förum við yfir sögu réttindabaráttu hinsegin fólks og við fræðumst um starsfemi Samtakanna 78 með því að fá til okkar fólk úr stjórninni,“ segir Sigurður og lofar mikilli hinsegin-stemningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler